Laust til umsóknar starf í umhverfisdeild/húsvörður skóla

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf í umhverfisdeild.
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið
• Umsjón með fasteignum grunnskóla og leikskóla
• Akstur - Vogastrætó og skólaakstur                                                      
• Viðhald opinna svæða
• Snjómokstur og söltun
• Vinna með Vinnuskóla
• Bakvaktir
• Öll tilfallandi störf í Umhverfisdeild

Hæfniskröfur
• Starfsreynsla æskileg sem nýst getur í starfi
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
• Rútupróf og vinnuvélaréttindi
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins
• Lipurð í mannlegum samskipum, bæði við börn og fullorðna

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Um er að ræða 100% starf
Hreint sakavottorð skilyrði

Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst, upplýsingar gefur Vignir Friðbjörnsson í síma 8936983
Umsóknarfrestur er til 18. júní 2017
Umsóknum skal skila á netfangið vignir@vogar.is