Laust til umsóknar starf í umhverfisdeild.

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf í umhverfisdeild.
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið
 Akstur Vogastrætó og skólaakstur                                                       
 Viðhald opinna svæða 
 Snjómokstur og söltun
 Vinna með Vinnuskóla
 Bakvaktir
 Öll tilfallandi störf í Umhverfisdeild

Hæfniskröfur
 Starfsreynsla æskileg sem nýst getur í starfi
 Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
 Rútupróf og vinnuvélaréttindi
 Rík þjónustulund við íbúa bæjarins
 Lipurð í mannlegum samskipum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Um er að ræða 100% starf.
Hreint sakarvottorð skilyrði

Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst, upplýsingar gefur Vignir Friðbjörnsson í síma 8936983
Umsóknarfrestur er til 17. maí 2017.
Umsóknum skal skila á netfangið vignir@vogar.is