Laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið
Veitir íþróttamiðstöð Voga forstöðu og ber ábyrgð á því að starfsemi stofnunarinnar sé í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni. Hann hefur með höndum daglega verkstjórn og hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum. Heldur utan um rekstur og mannahald, semur vaktaplön, sinnir minni háttar viðhaldi og tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur
• Iðnmenntun, vélstjóramenntun eða önnur sambærileg menntun eða reynsla sem nýst getur í starfi.
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
• Menntun og/eða reynsla af stjórnun.
• Starfsreynsla í sundlaugum eða öðrum íþróttamannvirkjum.
• Lipurð í mannlegum samskiptum, bæði við börn og fullorðna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Um 100% starf er að ræða.
Hreint sakavottorð skilyrði.

Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst, upplýsingar gefur Stefán Arinbjarnarson í síma 867-8854.
Umsóknarfrestur er til 7. júní 2017.
Umsóknum skal skila á netfangið stefan@vogar.is