Tómstunda- og félagsmálafræðingur óskast
Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf tómstunda
og félagsmálafræðings. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfið felur í sér ábyrgð á skipulagningu og umsjón með framkvæmd
félags- og menningarstarfs fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Megin markmiðið er að bjóða bæði eldri og yngri íbúum sveitarfélagsins
upp á gæða félags- og menningarstarf í góðu samráði
við öldunga- og ungmennaráð.
Verksvið
Helstu verkefni felast í skipulagningu og mótun dagskrár
félagsstarfs sem uppfyllir þarfir og kröfur notenda þjónustunnar.
Framkvæmd viðburða á dagskrá og þátttaka í skipulagningu og
framkvæmd stærri viðburða innan sveitarfélagsins. Skipulagning
og utanumhald vinnuskólans. Einnig er tómstunda- og félagsmálafræðingur
næsti yfirmaður starfsfólks í félagsmiðstöð ungmenna
og starfsmanns í Álfagerði.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun (B.A. gráða hið minnsta) í tómstunda- og
félagsmálafræði er skilyrði. Hugmyndaauðgi, góð verkkunnátta
og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og eiga frumkvæði að þeim
verkefnum sem starfinu tilheyra. Lipurð í mannlegum samskiptum
og samstarfsvilji. Góð þekking og/eða reynsla af félagsstarfi.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson í síma 867-8854.
Umsóknarfrestur er til 16. september 2017. Umsóknum
skal skila á netfangið stefan@vogar.is. Öllum umsóknum verður
svarað.