Laust starf. Forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.

Verksvið:
Forstöðumaður stýrir daglegri starfsemi íþróttamiðstöðvar og íþróttamannvirkja sveitarfélagsins. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks íþróttamiðstöðvar og íþróttamannvirkja og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárheimildir og samþykkta fjárhagsáætlun. Forstöðumaður hefur náið samstarf við forstöðumann Umhverfis og eigna, um allt er snýr að rekstri fasteigna, tækjabúnaðar og annars mannvirkjareksturs sem undir starfsemina heyra. forstöðumaður hefur starfsaðstöðu í íþróttamiðstöð. Starfið heyrir undir stjórn bæjarstjóra.

Hæfniskröfur:
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð almenn tölvukunnátta og tölvufærni
• Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri, ásamt góðum skipulagshæfileikum
• Reynsla af sambærilegum störfum í sundlaugum og/eða öðrum íþróttamannvirkjum
• Hæfnispróf sundstaða er áskilið
• Áhersla á færni og lipurð í mannlegum samskiptum, bæði við börn og fullorðna

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um fullt starf er að ræða. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu.
Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is

Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 2018. Umsóknum skal skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is