Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf við félagsstarf aldraðra í Álfagerði.
Um er að ræða fjölbreytt, gefandi og krefjandi starf sem snertir margar hliðar frístundastarfs. Unnið er í samstarfi við frístunda- og menningarfulltrúa og eldri borgara í Vogum að skipulagi og framkvæmd félagsstarfs.
Meðal verkefna:
• Umsjón með skipulagi og þátttaka í starfi í Álfagerði
• Samskipti og samstarf við öldungaráð
• Samskipti við starfsfólk í félagsstarfi aldraðra í öðrum sveitarfélögum
Hæfni:
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði
• Íslenskukunnátta
• Menntun og/eða reynsla af sambærilegum störfum
• Skipulagshæfileikar
• Sveigjanleiki
• Hæfni til að vinna sjálfstætt
• Gerð er krafa um að viðkomandi hafi stundað nám í tómstunda- og félagsmálafræði, sé iðjuþjálfi, með kennarapróf (sérhæfing í myndmennt, textíl eða hönnun og smíði) eða aðra sambærilega menntun
Um starfið:
• Starfshlutfall er 40 % og er starfsmaður í Álfagerði frá kl. 13:00 – 17:00 mánudaga – fimmtudaga
• Starfstími er frá 1. september til 10. júní ár hvert og er gert hlé á starfseminni um jól og páska
• Umsækjandi þarf að vera 30 ára eða eldri
• Starfið heyrir undir frístunda- og menningarfulltrúa
Um framtíðarstarf er að ræða. Reiknað er með að viðkomandi hefji störf um 20. ágúst. Upplýsingar um starfið gefur Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi, í síma 440 6225 eða á netfangi stefan@vogar.is
Laun fara eftir samningum Starfsmannafélags Suðurnesja og LN.
Umsóknafrestur er til og með 1. júní, 2011. Umsóknum skal skilað á netfangið stefan@vogar.is