Óskum eftir að ráða í eftirfarandi stöður frá 8. ágúst n.k.
• Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi óskast til að sjá um þjálfun og kennslu barna með sérþarfir – 100% starf.
• Leikskólakennara - 100% starf. Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa koma aðrir umsækjendur til greina.
Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir Viðmiðum Heilsustefnunnar. Virðing og umhyggja eru leiðandi hugtök í leikskólanum og áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.
Umsóknum skal skila á netfangið leikskoli@vogar.is eða heimasíðu leikskólans www.leikskolinn.is/sudurvellir fyrir 27. júní n.k.
Nánari upplýsingar veita: María Hermannsdóttir leikskólastjóri
og Oddný Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 440-6240.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á leikskoli@vogar.is
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin.