Um er að ræða kennslustöður á deildum. Æskilegt er að viðkomandi hafi leikskólakennaramenntun eða aðra sambærilega menntun, jákvætt og hlýlegt viðmót, sé stundvís og samviskusamur. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Leikskólinn er 3ja deilda með eina yngri barna deild og tvær eldri barna deildir. Húsnæðið er nýlegt og hlýlegt, vel búið með góðri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Umsóknareyðublöð má nálgast í leikskólanum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands eða Starfsmannafélags Suðurnesja.
Ef ekki fæst uppeldismenntað starfsfólk, verða aðrar umsóknir teknar til umfjöllunar.
Nánari upplýsingar veita Salvör Jóhannesdóttir skólastjóri leikskólans í símum 424-6817 og 893-4079 og María Hermannsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 424-6817.