Laus staða hjúkrunarfræðings í Vogum

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) erum að leita að áhugasömum og kraftmiklum hjúkrunarfræðingi til að koma og starfa við Heilsugæsluna í Vogum.
Um er að ræða fjölbreytt starf í heilsugæsluhjúkrun við ung-og smábarnavernd, hjúkrunarmóttöku og skólaheilsugæslu í grunnskólanum í Vogum.
Verið er að leita að einstaklingi sem er búsettur í Vogum.  Leitað er eftir einstaklingi sem er jákvæður, með góða þjónustulund og sem sýnir umhyggju í starfi.
Um er að ræða framtíðarstarf.   Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar Bjarnadóttur starfsmannastjóra, Mánagötu 9, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið bjarnfridur@hss.is .
Upplýsingar um stöðuna veitir Sigrún Ólafsdóttir, yfirhjúkrunarfræðings heilsugæslusviðs í síma 422-570.

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2008 og geta umsóknir gilt í 6 mánuði.
Öllum umsóknum verður svarað.