Næstkomandi laugardag, 29. nóvember, stendur
foreldrafélag Stóru-Vogaskóla fyrir laufabrauðsbakstri
fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra.
Laufabrauð verða skorin og steikt
í Tjarnarsal frá kl. 11:00 til 13:00.
Seld verða fjögur laufabrauð í pakka á 400 kr.
Hafa þarf með sér skurðarbretti og hníf
sem fer vel í hendi og bítur sæmilega
og svo auðvitað jólaskapið.
Foreldrar, ömmur, afar og systkini eru velkomin.
Eldri borgarar í Vogum eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Eigum saman jólalega stund á aðventunni
og njótum samverunnar
Stjórn foreldrafélags Stóru-Vogaskóla