Á næstunni verður tekin í notkun ný þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga og eitt af því sem þá breytist til batnaðar er að við fáum slökkvibíl staðsettan í bæjarfélagið. Þetta mun auka öryggi íbúanna til muna en mikilvægt er að einnig verði mannskapur til staðar til að bregðast við. Brunavarnir Suðurnesja verða með opinn kynningarfund á starfsemi sinni í Álfagerði miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.30.
Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að ganga til liðs við BS með því að gerast liðsmaður í varaliðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér málið því eins og áður sagði er mikilvægt að þjálfaður mannskapur sé til staðar í sveitarfélaginu svo unnt sé að bregðast við með skjótum hætti.