Ungmennafélagið Þróttur hyggst sækja um að halda Landsmót UMFÍ fyrir aldurshópinn 50+ í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022, en það ár er einmitt 90 ára afmælisár ungmennafélagsins.
Svona verkefni er samvinnuverkefni margra og þó UMFÞ beri hitann og þungann af verkefninu þá munu ýmis félagasamtök koma að því með beinum hætti og einnig fjölmargir sjálfboðaliðar. Sveitarfélagið tekur þátt í verkefninu og veitir afnot af þeim íþróttamannvirkjum sem nýtast mega við mótið og leggur einnig til ýmsa aðra aðstöðu ásamt því að starfsmenn sveitarfélagsins koma að verkefninu. Sveitarfélagið hefur sent UMFÍ viljayfirlýsingu þess efnis og vonandi fær þessi umsókn brautargengi og við getum haldið frábært landsmót í sveitarfélaginu okkar að tveimur árum líðnum.