Kynningarrit, kynningarfundur, heimsókn.

 Í dag var dreift í öll hús í Vatnsleysustrandarhreppi kynningarriti vegna kosninga um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps þann 8.október.

Hér er hægt að skoða kynningaritið.

Laugardaginn 24. september verður boðið upp á kynnisferðir í Vatnsleysustrandarhrepp og í Hafnarfjörð.

Kl. 11.00 er íbúum Hafnarfjarðar boðið í kynnisferð í Vatnsleysustrandarhrepp og fer rútan frá Ráðhúsinu.
Kl. 14.00 er íbúum Vatnsleysustrandarhrepps boðið til Hafnarfjarðar og fer rútan frá íþróttamiðstöðinni.

Íbúar eru beðnir um að skrá sig í ferðina í símum 585 5500 og 424 6660 fyrir kl. 15 á föstudag.

Fundir með íbúum
-
Kynningarfundir um kosti og galla sameiningar Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps.

Miðvikudaginn 28. september verður haldinn kynningarfundur fyrir íbúa Hafnarfjarðar, fundurinn er í Hafnarborg og hefst kl. 20.

Fimmtudaginn 29. september verður haldinn kynningarfundur fyrir íbúa í Vatnsleysustrandarhreppi, fundurinn verður í Stóru-Vogaskóla, (nýja salnum, gengið inn norðan megin, tjarnarmegin)  og hefst hann kl. 20.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina.