Kynningarfundur vegna deiliskipulagsbreytinga í


Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með kynningarfund um eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

Íþróttasvæði og Aragerði.
Breytingin afmarkast við reit sem er norðan Hafnargötu, austan Marar- og Mýrargötu og vestan Vatnsleysustrandarvegar. Breytingin felst í að: Norðan og vestan megin við fótboltavöll eru settir inn byggingarreitir fyrir áhorfendastúkur án skyggnis eða þaks. Heimilt er að byggja allt að 2,0m háan skjólvegg ofan á manartoppi aftan við stúkurnar. Hámarksstærðir: að norðanverðu: 50 x 9.2 m eða 460m² að vestanverðu: 50 x 8.3m eða 415m². Lóð nr. 19 er færð um 3m til suðurs til samræmis við lóðarblað.

Iðndalur.
Breytingin afmarkast af reit sem afmarkast af lóðinni við Iðndal 2. Breyting felst í að innan lóðar Iðndals 2 er tekin út 108 m² lóð fyrir dreifistöð rafveitu, sem er til staðar og hefur ekki verið mörkuð sérstök lóð fram að þessu, og minnkar lóð fyrir Iðndal 2 sem því nemur. Markaður er 30 m² byggingarreitur á lóðinni og sett fram kennisnið sem heimilar allt að 2,3 m háa dreifistöð, komi til endurnýjunar. Einnig er sett inn kvöð um legu lagna og göngustígs fyrir almenning.
Kynningarfundurinn verður þriðjudaginn 25. febrúar nk. á milli kl. 15:30-16:30 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2.
Að loknum kynningarfundinum verða tillögurnar lagðar fram í bæjarstjórn til samþykktar fyrir auglýsingu þeirra.

Vogum, 20. febrúar 2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi