Kynningarfundur

Fjölmennur  kynningarfundur vegna kosninga um sameiningu við Hafnarfjörð.

 

Vel var mætt á kynningafund vegna komandi kosninga um sameiningu Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar.  Fundurinn var haldinn í nýjum samkomusal við Stóru-Vogaskóla og vel á annað hundrað manns tóku þátt í honum.  Ráðgjafar frá ParX fóru yfir viðamikla skýrslu sem tekin hefur verið saman um núverandi stöðu í sveitarfélögunum tveimur og hvers væri að vænta ef af sameiningu yrði.  Oddvitar sveitarfélaganna þeir Jón Gunnarsson og Lúðvík Geirsson héldu einnig framsögu um málið.

 

Miklar umræður spunnust á fundinum og tóku margir fundarmanna þátt í þeim.  Fundurinn hófst kl 20 og stóð í tæpa 4 klst.

 

Íbúar voru hvattir til að kynna sér vel það kynningarefni sem tekið hefur verið saman um málið og einnig til að mæta á kjörstað og hafa þannig bein áhrif á niðurstöðuna.  Kosningin fer fram í Stóru-Vogaskóla laugardaginn 8. okt og stendur frá kl 9 til kl 20.