Listamaður á söguslóðum
– Jóhannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930
Norrænu félögin á Suðurnesjum standa fyrir kynningu á nýútkominni bók um ferðir Jóhannesar Larsen listmálara laugardaginn 7. febrúar 2015 kl. 15:00 í bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ.
Höfundur bókarinnar, Vibeke Nørgaard Nielsen og þýðandi hennar, Sigurlín Sveinbjarnardóttir hafa báðar kynnt sér sögu Jóhannesar Larsen og munu segja frá ferðalagi þessa danska listmálara um Ísland árin 1927 og 1930.
Með kveðju
Norrænu félögin í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum