Kvik og leik

Kvik og leik lokið

Föstudaginn 10. júlí var haldin uppskeruhátíð Kvik og Leik í Félagsmiðstöðinni Borunni í Vogum. Eftir grill og leiki í sólinni var sýning á myndum nemenda í tilefni af því að námskeiðið, sem var viku langt, var á enda. Vinum og vandamönnum var boðið og sýndu krakkarnir myndir sínar við góðar undirtektir foreldra, afa og ömmmu, systkina og vina. À sýningunni voru meðal annars hreyfimyndir með leirkörlum og pappír og tónlistarmyndband sem var tekið upp í HLÖÐUNNI, en öðrum bakgrunn var skeytt inní seinna í tölvu með svokallaðri “green screen” tækni. Tónlistarmyndbandið var við lagið "Beat it" eftir Michael Jackson. Sumar myndirnar voru settar inn á vef Youtube.com og munu fleiri myndir rata þar inn síðar. Allir nemendur fengu síðan viðurkenningarskjal og dvd disk með heim.
 
Þetta var seinasta námskeið Kvik og Leik í sumar. Sérstakt námskeið fyrir unglinga verður líklega haldið í vetur í samstarfi við Félagsmiðstöðina Boruna, en það verður auglýst síðar.
 
Markús Bjarnason og Guðný Rúnarsdóttir kennarar námskeiðsins vilja þakka öllum sem tóku þátt, gestakennurum, Menningarráði Suðurnesja, Òlafi Þór Òlafssyni frístunda- og menningarfulltrúa Sv. Voga og Menniningarverkefninu HLÖÐUNNI.

Framundan eru ýmsir viðburðir á vegum Hlöðunnar en fylgjast má með dagskránni á vefsíðu Hlöðunnar www.hladan.org