Kvenfélagið gefur skólanum saumavélar

Enn á ný hefur Kvenfélagið Fjóla gefið rausnarlega gjöf til samfélagsins. Á samverustund í morgun kom formaður félagsins, Hanna Helgadóttir, færandi hendi er hún afhenti skólanum að gjöf sex nýjar saumavélar til afnota í textílkennslu í skólanum.

Svava Bogadóttir skólastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd skólans. Saumavélarnar leysa af hólmi gömlu saumavélarnar sem voru fyrir, og munu nýtast mjög vel í textílkennslu skólans.

Nemendur skólans og starfsfólk á samverunni þökkuðu Hönnu og kvenfélaginu fyrir með dúndrandi lófataki.

Sveitarfélagið færir Kvenfélaginu Fjólu kærar þakkir fyrir rausnarskapinn og hugulsemina, og óskar félaginu alls hins besta um ókomin ár.

Hanna Helgadóttir, formaður Kvenfélagsins Fjólu og Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla

Rausnarleg gjöf Kvenfélagsins Fjólu