Kæru Vogabúar
Nú þegar mikill misbrestur er á Íslensku samfélagi og endalausar umræður um niðursveiflur í þjóðfélaginu þá verðum við að standa vörð um hag barna og unglinga í okkar samfélagi og líta aðeins uppúr daglegu amstri og gera þessum hópi hátt undir hofði með því að búa til tíma þar sem að ekki er rætt um Íslenska hagkerfið heldur það sem á þeirra herðum brennur. Gott er að gera sér dagamun og mæta öðru hvoru á æfingar og fylgjast með sinni eða sínum, það er stundum nóg að koma og horfa til að sýna stuðning það þarf ekki alltaf að hvetja með köllum, ekki gleyma börnunum því þau þurfa okkar stuðning.
Með Þróttara kveðju.
Ríkharður S Bragason Formaður.
http://throttur.net