Knattspyrnudeild Þróttar og Bros í samstarf . "Brosum í sumar"

Síðasti leikur okkar í fyrri umferðinni verður mánudaginn 1. júlí. Þá eigum við útileik á móti Álftanes á Bessastaðavelli. Stundum nefndur Bessastaðavöllur. Það eru ekki margir leikir sem Álftanes tapa á heimavelli og það er eitthvað sem við viljum breyta.
 
Bros ætla gefa okkur 50 appelsínugula boli með merki félagsins og á þeim stendur "Brosum í sumar" Það kemur auglýsing á facebook-síðu félagsins á fimmtudaginn. Þeir stuðningsmenn sem gera sér ferð á leikinn fá þennan bol til eignar og vera í á heimaleikjum liðsins restina á sumrinu og bara hveær sem er.
 
Við erum í toppbaráttu og því er mikilvægt að tapa ekki stigum á móti öðrum liðum sem eru í kringum okkur. Komdu og taktu þátt í þessari baráttu með okkur.
 
Álftanes - Þróttur V. klukkan 19:45 á Bessastaðavelli mánudagskvöldið 1. júlí.
 
Brosum í sumar!!! http://www.bros.is/

Þróttur V. mætir liði Afríku á morgun 25. júní, á Vogavelli og hefst leikur liðanna klukkan 20. Knattspyrnudeild Þróttar gefur alltaf út leikskrá fyrir hvern heimaleik.

 Hér er að finna rafræna útgáfu af leikskrá Þróttur V. - Afríka 

Áfram Þróttur.