Í ár stendur stjórn foreldrafélagsins fyrir þeirri nýjung að halda aðventutónleika fyrir alla fjölskylduna.
KK og Ellen ætla að koma og spila fyrir okkur miðvikudaginn 3. desember kl.20:00 í Tjarnarsalnum. Við hvetjum alla foreldra til að mæta með börnin og draga til sín andlega næringu á aðventunni.
Systkinin KK og Ellen hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Fyrsti sameiginlegi diskur þeirra kom samt ekki út fyrr en 2005 þegar þau sendu frá sér hinn fallega jóladisk Jólin eru að koma. Þar syngja þau og spila mörg okkar ástsælustu jólalög, íslensk og erlend, á þann látlausa og hugljúfa hátt sem jafnan einkennir alla þeirra tónlist. Þó öll lögin séu sungin á íslensku hefur diskurinn hrifið fólk óháð þjóðerni því andi jólanna skín í gegn. Á Jólatónleikunum munu þau einnig seilast í lög úr lagasjóð sínum, bæði ný og gömul.
Veitingasala verður í höndum 7. bekkjar.
Frítt er inn á tónleikana.