Kjörfundur vegna stjórnlagaþings


KJÖRFUNDUR

vegna Stjórnlagaþings í
Sveitarfélaginu Vogum
27. nóv. 2010

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00
Kosið verður í Tjarnarsal, gengið inn að norðanverðu


Kjósendur eru eindregið hvattir til þess að velja frambjóðendur heima og setja auðkennistölur á sýnishorn af kjörseðli er þeim hefur borist í pósti. Hann má taka með sér á kjörstað, leggja hann við hlið alvöru kjörseðilsins og færa tölurnar á milli. Sjá nánari útskýringar á www.kosning.is


Sérstök athygli kjósenda er vakin á 79. gr. laga nr. 24/2000

„Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér, svo sem með því að segja til
sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi
hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði
samkvæmt kjörskránni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil“.


        Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga,

        Hilmar Egill Sveinbjörnsson
        Jón Ingi Baldvinsson
        Þórdís Símonardóttir