Kirkjuskóli

Kirkjuskólinn er alla laugardaga í Álfagerði  kl. 13:00.
Börn og foreldrar, ömmur og afar,  eiga góða samverustund þar.

Mýsla og Rebbi refur koma í heimsókn og  lesin er biblíusaga með myndum eða leikrænni tjáningu eins og kemur fram á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í kirkjuskólanum þann 24. september síðastliðinn.

Nú fylgjast kirkjuskólabörn með þeim Hafdísi og Klemma en sérstakur DVD mynddiskur hefur verið gerður fyrir kirkjuskólann þar sem þau bregða á leik ásamt vinum sínum, baka pizzuköku og lenda í alls kyns ævintýrum.
Skemmtileg lög eru sungin og farið í leiki. Í lok hverrar stundar fá börnin fallegar biblíumyndir.

Foreldrar og aðstandendur barna í Vogunum eru hér með hvattir til að minna börnin á kirkjuskólann. Heitt er á könnunni fyrir þá fullorðnu og boðið upp á hressingu fyrir börnin.
Mæðgurnar Kristjana Kjartansdóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir hafa umsjón með barnastarfinu