KFG - Þróttur 23. júlí.

Meistaraflokkur Þróttar heimsækir lið KFG annað kvöld (fimmtudagskvöldið) á Samsung-völlinn. Er þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem eru í harði baráttu um að komast í úrslitakeppni 4. deildar. Leikurinn hefst klukkan 20 og hvetjum við alla sanna Þróttara til að fjölmenna í Garðabæinn og styðja við bakið á liðinu.

Fánadagur félagsins verður mánudaginn 27. júlí þegar Stál-úlfur kemur í heimsókn.  Grillaðar pylsur fyrir leik, markaður með Þróttara-varning, N1 meistarar heiðraðir, yngri iðkendur leiða leikmenn inná völlinn.


UMF. Þróttur óskar eftir sjálfboðaliðum: Helgina 14-16 ágúst verður fjölskylduhátíð okkar Vogabúa. Þróttur hefur veg og vanda af nokkrum viðburðum. Ber helst að nefna Línuhlaup Þróttar og Íslandsmótið hjá 4. flokki kvenna. Hvetjum alla áhugasama að setja sig í samband við félagið. 
Fylgstu með félaginu þínu:Heimasíða félagsins: www.throttur.net: Ferskar fréttir í hverri viku !!!!

Sjá auglýsingu hér: