Keppni um besta Þróttaralið landsins




Nafnarnir úr Laugardal og Vogum mætast í leik þar sem útkljáð verður Þróttarar ársins 2014.

Þróttur Reykjavík og Þróttur Vogum mætast í vináttuleik þriðjudaginn 15. apríl á gervigrasvellinum í Laugardal. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og kveikt verður á grillinu klukkan 18:00. Félögin hafa ákveðið tengjast traustari böndum og vera vinafélög. Fyrir hvert tímabil mætast þau í leik og sigurveigarinn fær nafnbótina Þróttarar ársins. Einnig er þetta gert fyrir stuðningsmenn félaganna sem geta komið og hitað upp fyrir komandi tímabil. Köttarar eru þekktir fyrir sína stemmningu og ekki má gleyma stuðningsmannafélagi Vogamanna sem vakti mikla athygli á síðasta ári og fékk nafnið Brekkuna í lok sumars. Stuðningsmenn félaganna eru hvattir til að taka þátt í Þróttaradeginum og gíra sig upp fyrir sumarið. Við hvetjum alla Vogabúa að mæta klukkutíma fyrir leik og í litum félagsins og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Brottfluttir Vogamenn á höfuðborgarsvæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta.