Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja

Á 107. fundi bæjarráðs komu fram athyglisverðar upplýsingar um Kölku (Sorpeyðingarstöð Suðurnesja). Í ljósi umræðna um díoxín mengun frá sorpbrennslustöðvum  er vert að geta þess að reglulegar mælingar sýna að losun díoxíns frá Kölku hefur verið innan þeirra marka sem Umhverfisstofnun hefur sett sem viðmið.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga telur að Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sé vannýtt og hvetur þau sveitarfélög sem eru í vandræðum með förgun sorps að leita til Kölku þar sem stöðin getur afkastað mun meir en hún gerir í dag.