Kál, ber og ávextir

Fimmtudaginn 15. maí verður fræðsluerindi um ræktun í Álfagerði. Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur fjallar um ræktun berjarunna og matjurta við heimahús. Fundurinn hefst kl. 19:30.  Vilmundur heldur m.a. úti Facebookhópnum " Ræktaðu garðinn þinn „
Ýmsar spurningar um ræktunarmál vakna á þessum árstíma. „Er hægt að rækta berjarunna hér? Er hægt að fjölga þeim? Hvaða matjurtir get ég ræktað?“

Nú er kjörið tækifæri að afla sér fróðleiks um ræktun og fá svör við spurningum sem vakna.
Aðgangseyrir er kr. 1.000, kaffi er innifalið.

Skógræktarfélagið Skógfell