Kaffihúsaspjall og pönnukökur

Fræðsla á heimaslóðum

Tenglar FAAS á Suðurnesjum halda þriðja og síðasta fræðslufund vetrarins þriðjudaginn 3. mars 2015,  kl. 16.30 í Selinu, Vallarbraut 4  (Njarðvík)  Reykjanesbæ. 

Gestur fundarins verður Svava Aradóttir framkvæmdastjóri FAAS.

Svava er með sérþekkingu um málefni heilabilunar auk þess að vera hjúkrunarfræðingur með mikla reynslu um málefnið
•        Svava upplýsir um allt það nýjasta sem tengist málefni um heilabilun hér á landi
•        FAAS félagið verður 30 ára á árinu og verður þess sérlega minnst síðar á árinu
•       Fyrirspurnir og umræður.

Allir velunnarar FAAS ásamt öllu áhugafólki um málefni félagsins velkomnir.

Við hvetjum fólk til að láta sig málið varða, aðstoða okkur við að deila auglýsingunni  og styðja þannig við félagið.

Kaffiveitingar á staðnum, enginn aðgangseyrir en frjáls framlög upp í kostnað, eru vel þegin.

Kveðja
FAAS tenglar á Suðurnesjum