Júdóið hefst þriðjudaginn 1. september og sundið fimmtudaginn 3. september.
Það stendur öllum til boða fríir prufutímar í báðum þessum greinum 1-4 september. Athygli er vakin á því að sundið byrjar fimmtudaginn 3. sept ! (strákar og stelpur æfa saman)
Júdó: Þri og fim 17:30 (6-10 ára) 18:30 (11-14 ára)
Sund: Mán og fim 16:00 (6-10 ára) Fer eftir skráningu hvort hópnum verði skipt í tvo hópa. Fari svo þá verða foreldrar látnir vita í tæka tíð og eldri hópurinn myndi byrja 17:00. Þangað til annað kemur í ljós æfir hópurinn saman kl.16:00 til 17:00.
HVETJUM ALLA TIL AÐ FARA Í PRUFUTÍMANA !!!
Júdóþjálfarar verða:
Davíð Kristjánsson er 35 ára og æfði á sínum tíma með Ármanni.
Heimir Kjartansson er 29 ára og æfði á sínum tíma með Júdófélagi Reykjavíkur. Davíð og Heimir byrjuðu hjá Þrótti í janúar sl.
Sundþjálfari:
Jóna Helena Bjarnardóttir er 23 ára og æfði í 16 ár með ÍRB. Jóna hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðustu þrjú árin og samhliða því verið að æfa sund.
Bjóðum við Jónu velkomna í Þróttarafjölskylduna.
Skráningar verða sem hér segir:
Skráningar og greiðsla æfingagjalda fer fram miðvikudaginn 2. september frá kl 17 – 19 og mánudaginn 7. september frá kl 17-18 uppi í Íþróttamiðstöð. Einnig er hægt að skrá börnin með því að senda tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net
Öllum frekari fyrirspurnum verður svarað á throttur@throttur.net