Júdódeild UMF Þróttar hafði veg og vanda að glæsilegu afmælismóti Júdósambandi Íslands um síðastliðna helgi. Mótið fór fram í Íþróttamiðstöðinni og öttu þar kappi um 100 kappar í öllum flokkum. Katrín Ösp Magnúsdóttir fékk bronsverðlaun í sínum flokki og náði sér í silfurverðlaun í opnum flokki. Tvennum silfurverðlaunum var einnig landað í yngri flokkum. Skipulagning var vel af hendi leyst af þeim júdódeildarmönnum og öllum sem að þessu komu til mikils sóma. Að sögn Magnúsar Haukssonar formanns júdódeildarinnar var þeim mikill heiður sýndur með því að fela þeim umsjón þessa móts.
Hér getur að líta nokkrar myndir frá mótinu og nokkrum verðlaunahöfum.