Laugardaginn 10. janúar var íþróttamaður Voga fyrir árið 2014 útnefndur. Var það gert við hátíðlega athöfn í Álfagerði og voru 5 íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.
Þeir voru í stafrófsröð:
Bragi Bergmann Ríkharðsson – knattspyrnumaður – fæddur 1993
Bragi leikur knattspyrnu með meistaraflokksliði Þróttar í 4. deild
Emil Barja – körfuknattleiksmaður – fæddur 1991
Emil leikur körfuknattleik með meistaraflokksliði Hauka í úrvalsdeild
Haraldur Hjalti Maríuson – judomaður – fæddur 2002
Haraldur æfir og keppir í judo með judodeild UMFG
Jónas Bragi Hafsteinsson – handknattleiksmaður – fæddur 1990
Jónas leikur handknattleik með meistaraflokksliði Víkings Reykjavík í 1. deild
Róbert Andri Drzymkowski – knattspyrnumaður – fæddur 2002
Róbert leikur knattspyrnu með 3. og 4. flokki UMFN
Þessir íþróttamenn tóku við tilnefningum fyrir góðan árangur á árinu 2014 og síðan var Jónas Bragi Hafsteinsson útnefndur íþróttamaður Voga af frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins.
Jónas átti afar gott ár með handknattleiksliði Víkings og er einn af lykilmönnum liðsins. Við óskum Jónasi innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Jónas Bragi Hafsteinsson Íþróttamaður ársins 2014
Allir íþróttamennirnir sem voru tilnefndir
Efri röð f.v. Jónas Bragi, Emil og Bragi Bergmann
Neðri röð f v. Haraldur Hjalti og Róbert Andri