Jólin kvödd með gleði og söng.

Veðrið lék loksins við okkur laugardaginn 9. janúar þegar jólin voru kvödd á þrettándagleði í Vogunum.
Farin var blysför frá Félagsmiðstöðinni að minnismerkinu fyrir neðan Stóru-Vogaskóla. Þar tóku Lionsmenn í Keili á móti fólki með brennu.
Að lokinni brennu var haldið inn í Tjarnarsal þar sem nokkrir nemendur í Stóru-Vogaskóla héldu uppi fjörinu. Þar sá dómnefnd sem var stýrt af kvenfélagskonum í Fjólu um að velja skemmtilegustu búningana. Einnig var 10. bekkur með kaffisölu til styrktar lokaferðar sinnar næsta vor.
Í lok hátíðarhaldanna voru öll börn leyst út með lítilli gjöf frá sveitarfélaginu.
Sannarlega skemmtileg þrettándagleði í Vogunum.

Myndir af þrettándagleði 2016