Nú nálgast jólin óðfluga og fólk þarf að koma pökkum á rétta staði. Því ætlar Foreldrafélag Þróttar að bjóða upp á jólasveinaþjónustu. Jólasveinn kemur með pakka til barnanna,og fullorðinna ef fólk vill ??, annað hvort næstkomandi föstudag eða laugardag (22. og 23. des.) á milli 18 og 20.
Það sem þið þurfið að gera er að kaupa gjöf, pakka henni inn og merkja vel. (Nafn, heimilsfang) Þá þarf að koma gjöfinni í íþróttahús/Vogabæjarhöll fyrir föstudaginn svo jólasveinninn geti komið gjöfinni á réttan stað. Það verður borð við hlið skrifstofu UMFÞ á efstu hæð til að skilja eftir pakka. ) Muna skilja 2000kr í umslagi með hverri sendingu og festa á hvern pakka.
Þessi þjónusta sló heldur betur í gegn í fyrra, hvetjum við fólk til að vera tímanlega þannig kertasnýkir rúlli þessu verkefni upp.