Jólaskemmtunin í Aragerði

Síðastliðinn sunnudag, 7. desember, voru jólaljósin á jólatréinu í Aragerði tendruð. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng nokkur jólalög og séra Kjartan Jónsson flutti hugvekju. Nemendur í 1. bekk Stóru-Vogaskóla sungu einnig.

Margt var um manninn í Aragerði þennan fallega vetrardag, börn og foreldrar mættu með góða skapið með sér. Það var sungið og dansað var í kringum jólatréð og að lokum fengu börnin glaðning frá jólasveinunum.

Meðfylgjandi myndir tók Steinar Smári Guðbergsson, einnig má sjá fleiri myndir frá skemmtuninni hér í myndasafni sveitarfélagsins.


Margt var um manninn, fallegu ljósin á jólatréinu lýsa upp Aragerðið


Séra Kjartan Jónsson ásamt kirkjukórnum


Sveinki færir börnunum glaðning