Kveikt var á jólatrénu í Aragerðinu sunnudaginn 2. desember. Fengum við marga góða gesti í heimsókn.
Fyrst má nefna Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju sem sungu nokkur jólalög, þá var hugvekja sem Séra Kjartan Jónsson fór með. Börn í 1. Bekk Stóru-Vogaskóla sungu svo 2 jólalög, sem og Melkorka Rós Hjartardóttir sigurvegari söngkeppni SamFés 2012.
Ljósin á jólatréinu voru tendruð af tveimur stúlkum úr 1. bekk og tréið var skreytt fallegu jólaskrauti búnu til af börnum úr Heilsuleikskólanum Suðurvöllum.
Nemendur í 10. bekk voru með heitt súkkulaði og smákökusölu.
Þrír kátir jólasveinar mættu á svæðið og dönsuðu ásamt gestum í kringum jólatréð og gáfu börnunum glaðning.
Þetta var virkilega vel heppnuð og notaleg fjölskyldustund svona í byrjun aðventunnar.
Margt um manninn og fallegt jólatré í Aragerði - Myndina tók Steinar Smári Guðbergsson