Jólaljós

Verndum jólaljósin

Til foreldra barna í Vogum

Kæru foreldrar barna í Vogum.


Eins og undanfarin ár hefur hreppurinn sett upp jólaskreytingar og ljós víða
um götur til að lýsa og lífga upp skammdegið fyrir jólin. Nú var bætt við
flóðlýsingu í Aragerði til að lýsa upp trjálundinn.  Settir voru 10 kastarar
og eru þeir staðsettir á jörðinni og festir með pinnum sem stungið er niður í
jörðina.
Það er einlæg ósk okkar sem að þessum skreytingum stöndum fyrir
hreppsfélagið, að foreldrar gangi í lið með okkur og ræði við börn sín um að
virða og vernda ljósin, ekki skemma perur eða fikta við kastarana í
Aragerðinu.
Verum samtaka um að láta ljósin lýsa, öllum  til yndis og ánægju.

Kristján Baldursson
Tækni og umhverfisstjóri