Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ákvað á fundi sínum þann 17. desember að veita húseigendum að Vogagerði 14 viðurkenningu fyrir Jólahús ársins 2009. Fyrirtækin, HS Orka hf og HS Veitur hf, munu verðlauna Jólahús sveitarfélagsins með kr. 20.000 gjafabréfi sem gengur upp í orkukaup hjá HS Orku hf / HS Veitum hf.
Húsið þykir fallega skreytt með lágstemmdri og fallegri lýsingu.
Bæjarstjórn samþykkir að Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita húseigendum að Hvassahrauni 22 viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar.
Alls bárust ellefu tilnefningar um Jólahús Voga 2009, en viðurkenningin hefur verið veitt undanfarin ár á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir jól.
Á mynd: Frá vinstri: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, skreytingameistararnir Valur Freyr Eiðsson og Eiður Örn Hrafnsson og Víðir S. Jónsson frá HS hf.
Á mynd: Vogagerði 14.
Ljósmyndir G. Sverrir Agnarsson.