Brekkugata 4 var valin Jólahús Sveitarfélagsins Voga á fundi bæjarráðs þann 11. desember síðastliðinn. Á fundi bæjarstjórnar þann 18. desember afhenti Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar þeim Gunnþórunni Gunnarsdóttur og Margeiri Jóhannessyni viðurkenningu að því tilefni, ásamt bókinni Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju G. Guðmundsdóttur.
Eftirfarandi hús fengu tilnefningar í samkeppnina um Jólahúsið í ár.
hús fengu tilnefningar:
Hólagata 1
Hólagata 2b
Brekkugötu 4
Aragerði 18
Mýrargata 10
Gaman er að sjá hve margir hafa skreytt hús sín smekklega og lífga þannig upp á skammdegið.
Bæjarstjórn óskar bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.