Jólaföndurstund í Stóru-Vogaskóla

Laugardaginn 29. Nóvember sl. hélt foreldrafélag Stóru-Vogaskóla jólaföndurstund í Tjarnarsalnum. Hvatti félagið og bauð öllum nemendum skólans að mæta með yngri systkinum, foreldrum og öfum og ömmum. Óhætt er að segja að nemendur og aðstandendur þeirra hafi tekið foreldrafélagið á orðinu og mættu 120 manns í jólaföndrið og áttu saman notalega föndurstund með fjölskyldu og vinum við upphaf aðventunnar.

Veitingasala var í höndum 7. bekkjar skólans en nú er safnað fyrir ferð í skólabúðir að Reykjum sem farin verður í janúar.