Jarðvangsvika á Reykjanesi 2-8. júní

Jarðvangsvika Reykjanes jarðvangs stendur nú yfir í annað skipti en sambærilegar vikur eru haldnar í öllum evrópskum jarðvöngum um þetta um þetta leyti, en þeir eru um 100 talsins.  Markmið vikunnar er að bjóða upp á áhugaverða viðburði sem endurspegla náttúru og mannlíf á Reykjanesskaga.

Þannig verða m.a. í boði styttri og lengri gönguferðir, má þar nefna 100 gíga göngu með Ara Trausta Guðmundssyni og Rannveigu L. Garðarsdóttur næstkomandi fimmtudag og gönguferð um gamla varnarliðssvæðið á Ásbrú næstkomandi laugardag. Þá mun í vikunni koma út bókin „Grallarasögur – Rassaköst á Reykjanesi“ sem ætti að höfða til barna á öllum aldri auk þess sem jarðvangurinn ásamt Markaðsstofu Reykjaness stendur fyrir morgunverðarfundi í fyrramálið, þriðjudaginn 3. júní kl. 8:30. Þar verður rætt um hvernig nýta megi jarðvang í markaðssetningu svæðisins, fyrirtækja og frumkvöðla.

Dagskrá vikunnar má nálgast hér:  https://www.facebook.com/events/461414247326571/ og á reykjanes.is 

Einnig er hægt að skoða dagskrána hér