Flestir ef ekki allir íbúar hafa orðið varir við þá hrinu jarðhræringa sem nú stendur yfir, annaðhvort fundið á eigin skinni eða lesið fréttir. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi vegna þeirra en mjög náið er fylgst með þróuninni. Við minnum á að efst á síðunni okkar er yfirflokkurinn Náttúruvá og þar undir höfum við sett inn fréttir og ýmsar gagnlegar upplýsingar vegna hræringanna. Einnig má finna rýmingaráætlun sveitarfélagsins. Við hvetjum íbúa til að kynna sér efni síðunnar og eins að allar ábendingar um efni hennar eru vel þegnar.