Þróttarar fengu lið KFG í heimsókn á Vogavöll í gærkvöldi.
Fyrir leikinn voru bæði þessi lið á toppi riðilsins með fullt hús stiga og einu taplausu liðin í riðlinum. Góð mæting var í brekkuna og greinilega mikil stemmning fyrir liðinu enda hafa Þróttara farið vel á stað í byrjun sumars.
Meistaraflokksráðið buðu öllum styrktaraðilum fyrir leikinn í fiskisúpu og hélt Þorsteinn Gunnarsson þjálfari liðsins kynningu á liðinu og tilkynnti byrjunarlið heimamanna. Langar okkur að nota tækifærið og þakka Svövu formanni félagsins og hennar fólki sem eiga mestan heiðurinn fyrir þetta frábæra kvöld.
Bæði lið notuðu bara eina skiptingu í gær, enda var leikurinn í járnum og báðir þjálfarar með mikla reynslu úr boltanum, hafa ekki þorað að taka mikla áhættu.
Umgjörðin var til fyrirmyndar og meistaraflokksráðið langar að þakka öllum þeim sem komu að umgjörð þessa leiks kærlega fyrir sitt framlag. Einnig þökkum við Vogabúum fyrir frábæra mætingu í brekkuna.
Umfjöllun vf.is um leikinn:
http://www.vf.is/ithrottir/markasupa-hja-throtturum/57811 Staðan í riðlinum og næstu leikir :
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=29943&Rodun=U