Íþróttaskóli Þróttar fyrir börn fædd 2010-2012

Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri (börn fædd 2010-2012) sem vilja læra að meðhöndla bolta, bæta hreyfigetu og jafnvægi og ekki síður styrk og sjálfstraust.

Íþróttaskólinn byrjar laugardaginn 3. október (frír prufutími) og er frá kl 11:15-12:00. Námskeiðið er í 9 skipti, síðasti tíminn verður laugardaginn 28. nóvember. Verð 6.000kr.

Leiðbeinandi í íþróttaskólanum er Natalía Ríkharðsdóttir.
 
Frekari upplýsingar throttur@throttur.net

Sjáumst í íþróttaskólanum