ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2017

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins fyrir árið 2017.
Íþróttamaður ársins verður að vera í íþróttafélagi innan Íþróttasambands Íslands og vera búsettur í Vogum.  Tilnefndir íþróttamenn skulu vera orðnir 16.ára eða eldri.  Heimilt er að nefna ungling 14-16. ára sem keppir í flokki fullorðinna og er að ná það góðum árangri  að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein. Allar tilnefningar skulu vera rökstuddar. Íþróttamaður ársins í Vogum hlýtur við útnefningu farandbikar til eins árs og bikar til eignar. Val á íþróttamanni ársins verður tilkynnt á Gamlársdag í Álfagerði kl. 11:00. Tilnefningar ásamt rökstuðningi  sendast á stefan@vogar.is eða í lokuðu umslagi í íþrótta – og félagsmiðstöð fyrir 15. desember.