Sveitarfélagið Vogar óskaði eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins og hvatningarverðlaunum fyrir árið 2017 í byrjun desember.
Úrslit fyrir íþróttamann ársins verða tilkynnt og havatningarverðlaunin veitt á Gamlársdag í Álfagerði kl. 11:00.
Boðið verður upp á kaffi og djús og hvetjum við alla til að koma og fagna þessu flotta íþróttafólki og árangri þeirra.
Til að geta verið tilnefndur þurfti íþróttamaður ársins að vera í íþróttafélagi innan Íþróttasambands Íslands, vera búsettur í Vogum og vera 16. ára eða eldri.
Þrír voru tilnefndir að þessu sinni en það voru;
Adam árni Róbertsson - knattspyrnumaður,
Emil Barja - körfuknattleiksmaður og
Marko Blagojevic - knattspyrnumaður.
Hvatningarverðlaunin eru veitt yngri iðkendum en við höfum úr mörgum sterkum krökkum að velja að þessu sinni eru það;
Dagbjört Kristinsdóttir – dansari,
Jóhann Jakobsson – júdómaður,
Jón Gestur Ben Birgisson - knattspyrnumaður og
Lið Stóruvogaskóla í skólahreysti árið 2017 en í því voru;
Alexander Scott Kristinsson,
Hekla Sól Víðisdóttir,
Jón Gestur Ben Birgisson,
Róbert Andri Drzymkowski,
Rut Sigurðardóttir og
Thelma Mist Oddsdóttir,