Íþróttamaður ársins

Íþróttamaður ársins í Vogum er Hulda Hrönn Agnarsdóttir

Hulda er í sundlandsliði fatlaðra og keppir þar í unglingaflokki. Hún varð
í 3ja sæti á nýjárssundmóti fatlaðara barna og unglinga, einnig vann hún til
verðlauna á sundmóti í Malmö á síðasta ári. Hulda Hrönn hefur 3 sinnum unnið
til Íslandsmeistaratitils.
 


Aðrir sem tilnefndir voru:

Haukur Harðarson hefur skarað fram úr í knattspyrnu. Hann  var meðal annars
fenginn til reynslu hjá enska liðinu Playmouth, auk þess að vera valinn í
úrtakshóp fyrir íslenska landsliðið á síðasta ári.

Íris Ósk Hafsteinsdóttir, sundkona hefur unnið flestar greinar á þeim
sundmótum sem hún hefur tekið þátt í á síðasta ári.  Íris Ósk  komst einnig
inn á afrekaskrá SSÍ í meyflokki í nokkrum greinum.