Íslensku menntaverðlaunin - tilnefningar

Forseti Íslands afhendir ár hvert Íslensku menntaverðlaunin en til þeirra var stofnað af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á grundvelli hugmynda sem hann kynnti í nýársávarpi 1. janúar 2005.

Íslensku menntaverðlaunin eru einkum bundin við grunnskólastarfið. Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum:
1. Skólum sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi
2. Kennurum sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað fram úr.
3. Ungu fólki sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.
4. Höfundum námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi.

 
Tvær dómnefndir eru skipaðar til þess að velja úr tilnefningum og ábendingum.

Hér má sjá auglýsingu fyrir Íslensku menntaverðlaunin

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna skulu berast fyrir 10. maí 2011, sjá auglýsingu.