Boðað er til íbúafundar þriðjudaginn 15. desember kl. 20 í Álfagerði.
Á fundinum verður tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2010 kynnt og rædd, ásamt tillögu um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar.
Dagskrá
• Bæjarstjóri kynnir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2010.
• Bæjarstjóri kynnir tillögu um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar. Auk þess verður kynnt álit sérfróðs aðila í samræmi við 5. gr. samþykktar um Framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga.
• Fyrirspurnir og umræður
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn
Bæjarstjóri.
Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga
verði nýttur til uppgreiðslu lána og hluta skuldbindinga í fasteignaleigusamningum.
Álit KPMG á tillögunni.
Samþykkt um Framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga