Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 26. október 2022 sl. að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar ofan við Dali, nánar tiltekið svæði ÍB-5 í gildandi aðalskipulagi.
Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð í gildandi aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja lágreista íbúðarbyggð með allt um 250 íbúðum í sérbýlishúsum. Í deiliskipulaginu verða lóðir og byggingarreitir afmarkaðir ásamt því að skilgreina fyrirkomulag gatna, stíga og önnur þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulagi. Lögð verður áhersla á að lóðir og byggingar falli sem best að landslagi og verða skilmálar settir varðandi slíkt í deiliskipulagi.
Kynnt er skipulagslýsing skv. 1. mgr. 40. gr skipulagslag nr. 123/2010 vegna nýs deiliskipulags. Skipulagslýsinguna er hægt að nálgast hér
Opið verður hjá skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum fimmtudaginn 19. janúar 2023 milli kl: 13:00 – 16:00 þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér lýsinguna.
Íbúar og hagmunaaðilar geta sent inn ábendingu varðandi skipulagslýsinguna á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is til og með 31. janúar 2023.
Skipulags- og byggingarfulltrúi