Húsvörður-Skólabílstjóri

Í Sveitarfélaginu Vogum vantar húsvörð fyrir skólana og skólabílstjóra fyrir Stóru-Vogaskóla.
Starfshlutfall er  40% skólabílstjóri, 38% húsvörður í grunnskóla, 10% eftirlit og viðhald í leikskóla og 12% akstur með mat, samtals 100%. Vinnutími frá kl. 7-16 þann tíma sem grunnskólinn starfar 8-17 þess utan.

Á þeim tíma sem grunnskóli starfar ekki sinnir skólabílstjóri starfi á þeim deildum bæjarins sem þörf hafa fyrir starfsmann.

Æskilegir eiginleikar:
• Færni í mannlegum samskiptum og umburðarlyndi
• Ábyrgðartilfinning og áreiðanleiki
• Snyrtimennska og skipulagshæfileikar

Menntun og reynsla:
Fjölbreytt menntun og reynsla nýtist vel í starfi húsvarðar. Má þar nefna sem dæmi menntun eða reynslu iðnaðarmanna  ásamt grunnþekkingu á tölvum.
Skólabílstjóri þarf að hafa aukin ökuréttindi til aksturs 16 manna rútu og vinnuvélaréttindi.

Starfið:
Húsvörður sér um að halda húsnæði og búnaði innan veggja Stóru-Vogaskóla og Heilsuleikskólans Suðurvalla í góðu ásigkomulagi, svo og skólalóðum og umhverfi. Húsvörður hefur samstarf við skólastjórnendur um viðhald þeirra.
Hann sér um að læsa húsnæði Stóru-Vogaskóla að loknum vinnudegi. Í hlutverki hans felst einnig að líta eftir því að nemendur og starfsmenn gangi vel um húsnæði skólanna.
Skólabílstjóri þarf að sækja nemendur búsetta við Vatnsleysuströnd og keyra þau heim að loknum skóladegi. Einnig þarf hann að hafa umsjón með bílnum, þ.e. koma honum á verkstæði, í smurningu o.fl. samkvæmt þörf.

Kjör fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Starfsmannafélag Suðurnesja.
Umsóknarfrestur er til 20.febrúar 2011.
Viðkomandi þarf helst að geta byrjað 1. mars 2011.
 
Áhugasamir hafi samband við Svövu Bogadóttur skólastjóra í síma 440-6250 / 849-3898 eða Jón Inga Baldvinsson aðstoðarskólastjóra.
Umsóknir má senda á skoli@vogar.is